Um Irmilín
Þorgerður Kjartansdóttir heiti ég og er hönnuður og heklari hjá Irmilín. Ég er menntaður leikskólakennari en hef síðasta áratuginn starfað mikið við ýmsa hönnun. Heklið hefur fylgt mér frá barnsaldri og ég man m.a. eftir mér með garnafganga frá mömmu að hekla föt á barbídúkkurnar mínar um 8 ára aldurinn. Ég legg mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og ég leyfi fullkomunaráráttunni að njóta sín í allri vinnu á handverki.
Ég hef einnig hannað undir merkinu Togga, en það er eitt af mínum gælunöfnum. Undir því merki hanna ég einna helst skartgripi. Ég hef tekið þátt í fjölda sýninga hjá Handverk og hönnun, og hefur það alltaf verið mér mikill heiður að vera valinn inn sem sýnandi þar.
Nafnið Irmilín er komið úr Sögunni um Ísfólkið, en þetta nafn sat mjög fast í mér eftir að ég las bækurnar í annað sinn. Ég ákvað því nota þetta fallega nafn á fyrirtækið og fleiri nöfn úr þessum frábæru bókum í uppskriftirnar.
Höfðustöðvar Irmilínar eru í Grindavík, en þar er ég uppalin og þar hef ég búið stærsta hluta ævinnar.